Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas hefur slitið öll pólitísk tengsl við Ísrael í mótmælaskyni við innrás Ísraelshers inn á Gaza en í þeirri innrás hafa um 100 Palestínumenn látið lífið.
Samkvæmt fréttavef BBC kom tilkynning Abbas í kjölfar fjöldamótmæla á Gaza og átaka mótmælenda og Ísraelshers á Vesturbakkanum.
Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert hefur heitið því að halda hernaðaraðgerðum á Gaza áfram þrátt fyrir boð um að af þeim verði látið frá fjöldamörgum löndum.
Í gær létust nærri því 70 manns í aðgerðum Ísraelshers á Gaza.
Ísrael hóta alsherjarinnrás
Í morgun hótuðu yfirvöld í Ísrael að leggja í alsherjarinnrás á Gaza til að stöðva eldflaugaárásirnar þaðan. Þessi hótun kom þrátt fyrir að Sameinuðu Þjóðirnar hefðu fordæmt árásirnar á Gaza og það mannfall sem þar hefur orðið undanfarna tvo daga.