Ísraelskir hermenn skutu í dag palestínskan unglingsdreng til bana er til átaka kom á Vesturbakkanum vegna innrásar Ísraelshers á Gaza. Þetta var fyrsta dauðsfallið utan Gaza og óttast fréttaskýrendur að átök Ísraelsmanna og Palestínumanna gætu breiðst útfyrir Gaza í kjölfarið.
Hinn fjórtán ára Mahmoud Musalameh var að sögn læknis skotinn í brjóstið og Ísraelsher sagðist rannsaka málið. Talsmaður hersins sagði að hópur unglinga hefði haldið uppi ofbeldisfullum mótmælum, hent eldsprengjum og stofnað lífi hermannanna í hættu.
Mörg hundruð ungmenna grýttu herjeppa Ísraelshers og hermenn á götu úti í Hebron í dag.