Forsetakosningar í Rússlandi

Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi og er talið nánast öruggt að Dmítrí Medvedev verður kjörinn forseti Rússlands í kosningunum. Þrátt fyrir að frambjóðendurnir séu fjórir þá benda kannanir til þess að Mevedev fái um 80% atkvæða og keppinautar hans samanlagt um 20%.

Medvedev er 42 ára gamall lögfræðingur, hann er sagður mjög vel gefinn en ekki litríkur, prúður og agaður en hefur aldrei fyrr boðið sig fram í kosningum. Hann er aðstoðarforsætisráðherra og jafnframt stjórnarformaður olíu- og gasrisans Gazprom sem er að meirihluta í ríkiseigu.

Aðrir sem eru í framboði eru: Gennadí Zhúganov, Vladimir Zhírinovskí og Andrei Bogdanov. 

Rúmlega 109 milljónir Rússa eru á kjörskrá og lokar síðustu kjörstöðum í Kalíningrad klukkan 18:00 í í dag. Ekki virðist vera neinn vafi í hugum fólks að Medvedev verði kjörinn forseti, spurningin virðist vera miklu fremur sú - hversu margir mæta á kjörstað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert