Kveikt í danska og hollenska fánanum

Kveikt var í danska fánanum
Kveikt var í danska fánanum AP

Hundruð mótmælenda kveiktu í danska og hollenska fánanum í norðurhluta Afganistan í dag í mótmælaskyni við endurbirtingu skopmynda af Múhameð spámanni í dönskum fjölmiðlum og útgáfu hollenskrar kvikmyndar þar sem Kóraninn er gagnrýndur.

Krafðist mannfjöldinn, sem kom saman í borginni Mazar-i-Sharif, þess að stjórnvöld í Afganistan loki sendiráðum Dana og Hollendinga í höfuðborg landsins, Kabúl. Sögðust forsvarsmenn mótmælanna vilja loka á öll samskipti við ríkin tvö og að hermenn þeirra verði sendir heim frá Afganistan. Alls eru 780 danskir hermenn og 1.650 hollenskir hermenn í herliði NATO í Afganistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert