Medvedev kjörinn forseti

Dmítrí Medvedev og Vladimír Pútín
Dmítrí Medvedev og Vladimír Pútín Retuers

Allt bendir til þess að Dmítrí Medvedev, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands hafi unnið stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í dag. Samkvæmt útgönguspám hefur hann fengið um 70% atkvæða en kjörsókn var rúmlega 60%. Alls voru um 109 milljónir á kjörskrá. Fjórir voru voru í framboði og er Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnistaflokksins, með næst flest atkvæði eða um 20%.

Medvedev er 42 ára gamall lögfræðingur, hann er sagður mjög vel gefinn en ekki litríkur, prúður og agaður en hefur aldrei fyrr boðið sig fram í kosningum. Hann er auk þess að gegna embætti aðstoðar forsætisráðherra, stjórnarformaður olíu- og gasrisans Gazprom sem er að meirihluta í ríkiseigu. Hann var valinn af Vladimír Pútín  til þess að verða forsetaframbjóðandi flokks Pútíns, Sameinaðs Rússlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert