Ekvador og Kólumbía leituðu stuðnings alþjóðasamfélagsins í deilu sinni vegna drápsins á vinstrisinnuðum leiðtoga skæruliðahópsins FARC. Varaforseti Kólumbíu sagði drápið réttlætanlegt þar sem skæruliðarnir hefðu gert tilraun til að komast yfir geislavirkt efni sem notað er við sprengjugerð.
Dómsmálaráðherra Ekvadors sagði á hinn bóginn á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna að Kólumbía hefði brotið samninga um mannréttindi.
Hinir hátt settu embættismenn ræddu málið hjá tveimur ólíkum stofnunum innan SÞ sem eru með skrifstofur í sama húsi í Genf en óvíst er hvort þeir hittust.