Átök blossuðu upp á Gaza

Ísraelskur hermaður mundar vopn sitt.
Ísraelskur hermaður mundar vopn sitt. Reuters

Inn­rás ísra­elskra her­manna inn á Gaza og átök þeirra við byssu­menn skyggðu á friðarviðleitni ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Condo­leezzu Rice í deil­unni fyr­ir botni Miðjarðar­hafs í dag. Rice átti í viðræðum við for­sæt­is­ráðherra Ísra­els í Jerúsalem þegar átök­in blossuðu upp.

AFP frétta­stof­an hef­ur eft­ir palestínsk­um lækni að ísra­elsk­ir her­menn hafi skotið mánaðagam­alt unga­barn til bana er þeir skipt­ust á skot­um við byssu­menn og að 10 manns hafi særst.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert