Breskir hermenn handteknir í Noregi

Norsk yfirvöld hafa vísað átta breskum hermönnum úr landi sem voru handteknir á bar í bænum Harstad. Hermönnunum er gert að sök að hafa afklætt sig, sýnt konum dónaskap og vanvirðingu og kastað þvagi hver á annan.

Hermönnunum var sleppt úr haldi eftir að hafa greitt sekt. Þeir voru í Noregi til að taka þátt í heræfingu.

Talsmaður breska varnarmálaráðuneytisins segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, og má búast við því að hermönnunum verði refsað heima fyrir.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert