Bretar rýndu í stjörnuspá Hitlers

Adolf Hitler.
Adolf Hitler.

Yf­ir­menn bresku leyniþjón­ust­unn­ar reyndu að átta sig á at­höfn­um Ad­olfs Hitlers, leiðtoga þýskra nas­ista, með því að rýna í stjörnu­spána hans. Þetta kem­ur fram í skjöl­um sem breska þjóðskjala­safnið hef­ur gert op­in­ber.

Fram kem­ur á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins að Ung­verj­inn Ludwig von Wohl hafi sann­fært yf­ir­menn í bresku leyniþjón­ust­unni að hann gæti end­ur­skapað stjörnu­spár Karl Ernst Kraffts, sem var einka­stjörnu­spek­ing­ur Hitlers. Wohl hélt því fram að ef bresk stjórn­völd vissu hvaða ráðlegg­ing­ar Hitler væri að fá frá stjörnu­spek­ingn­um, þá gætu Bret­ar áttað sig á næsta leik nas­ist­a­leiðtog­ans.

Breska ör­ygg­isþjón­ust­an MI5 hafði hins veg­ar varað við því að Von Wohl væri ekk­ert annað en svika­hrapp­ur.

Wohl var afar um­deild­ur maður. Í aug­um margra í breska hern­um var hann ekk­ert annað en bjáni og lodd­ari. Aðrir voru á því að hann væri afar kænn og að hann gerði sér grein fyr­ir hugs­un­ar­hætti nas­ist­a­leiðtoga.

Í dag segja sagn­fræðing­ar að Hitler hafi veitt stjörnu­spám litla sem enga eft­ir­tekt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert