Bush styður forseta Kólumbíu

George Bush Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir stuðningi við forseta Kólumbíu og hrósar honum fyrir baráttu gegn kólumbísku uppreisnarsamtökunum Farc,  að sögn talsmanns Hvíta Hússins.  Bush og Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu ræddu saman í síma, og mun Bush ætla að hvetja öldungaráðið til þess að samþykkja fríverslunarsamninga við Kólumbíu.

Mikil spenna hefur skapast í samskiptum Kólumbíu, Venesúela og Ekvador, í kjölfar þess að kólumbískur her gerði árás gegn uppreisnarher Farc innan við landamæri Ekvador, með þeim afleiðingum að háttsettur meðlimur samtakanna, Raul Reyes lét lífið, ásamt 17 meðlimum Farc.

George Bush, Bandaríkjaforseti.
George Bush, Bandaríkjaforseti. AP
George Bush, Bandaríkjaforseti.
George Bush, Bandaríkjaforseti. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert