Dreifðu 400 þúsund klámmyndum af börnum

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur handtekið tólf Bandaríkjamenn sem grunaðir eru um aðild að alþjóðlegum barnaklámhring. Er glæpahópurinn grunaður um að hafa dreift yfir 400 þúsund ljósmyndum og myndböndum af börnum.

Samkvæmt upplýsingum frá FBI var glæpahringurinn einn háþróaðasti klámhringurinn sem um getur í sögunni en þeir höfðu dulritað gögn til að fela slóðina fyrir lögreglunni. Telur lögregla að það taki mörg ár að hafa uppi á öllum fórnarlömbum glæpamannanna. 

Sum fórnarlambanna voru ekki nema fimm ára gömul og önnur voru látin líta út eins sakleysislega og hægt var til þess að líta út fyrir að vera yngri en þau voru. Alls hafa 22 verið handteknir í tengslum við málið í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Þýskalandi og Englandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert