Elena Franchuk, dóttir fyrrum forseta Úkraínu, hefur keypt heimsins dýrasta íbúðarhús í Kensington í London en húsið keypti hún á 80 milljónir sterlingspunda, samkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Mail.
Franchuk, er gift milljarðamæringnum Viktor Pinchuk, og þekkt fyrir baráttu sína gegn alnæmi og HIV smiti. Hið nýja heimili hennar er á fimm hæðum og með góðri sundlaug í kjallaranum. Þá er í því æfingasalur, gufubað, kvikmyndasalur og sérstakt herbergi til að róa trektar taugar.
Annað dýrasta íbúðarhús heims er einnig í Kensington og er það í eigu hins indverska Lakshmi Mittal sem mun hafa greitt 67 milljónir punda fyrir það.