„Hamas heldur friðarferlinu í gíslingu"

Ísraelskur hermaður útskýrir öryggisráðstafanir vegna flugskeytaárása fyrir vegfarendum í Ashkelon …
Ísraelskur hermaður útskýrir öryggisráðstafanir vegna flugskeytaárása fyrir vegfarendum í Ashkelon í suðurhluta Ísraels. AP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði palestínsku Hamas samtökin um það er hún kom til Egyptalands í morgun að reyna að spilla friðarviðræðum Ísraela og yfirvalda á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

„Friðarferli þarf að vera virkt til að það geti staðið af sér árásir þeirra sem vilja koma í veg fyrir frið. Fólk sem skýtur flugskeytum vill ekki frið. Slíkt ýtir undir óstöðugleika. Það er það sem Hamas er að gera.” sagði hún.

„Hamas gerir það sem við er að búast sem er það að nota flugskeytaárásir á Ísrael til að taka friðarferli, sem samtökin telja sig ekki græða neitt á, í gíslingu.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert