Hjúkrunarfræðingur dæmdur í lífstíðarfangelsi

Colin Norris.
Colin Norris. Reuters

Breskur hjúkrunarfræðingur, Colin Norris, var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fjóra aldraða sjúklinga og tilraun til þess að myrða þann fimmta, með því að gefa þeim sprautur með banvænum insúlínskammti. 

Dómstóll mælti með því að Norris yrði ekki látinn laus til reynslu fyrr en eftir að minnsta kosti 30 ár í fangelsi.  Dómari í málinu sagði Norris illan og hættulegan mann.

Norris var fyrst grunaður um morð eftir að hann spáði fyrir um dauða konu sem svo féll í dá á vakt Norris.   Við yfirheyrslur neitaði Norris öllum ásökunum og reyndi að útskýra dauðsföllin sem tilviljun. 

Á fréttavef SkyNews segir að vitni höfðu eftir Norris að honum hefði leiðst mjög að annast fólk á öldrunardeild.

Norris er 32 ára og kemur frá Glasgow í Skotlandi en starfaði á tveim sjúkrahúsum í Leeds á Englandi, þar sem morðin voru fram árið 2002.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert