Forseti Kólumbíu, Alvaro Uribe, segir að ríkisstjórn hans muni óska eftir því að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag, ákæri Hugo Chavez, forseta Venesúela, fyrir að fjármagna og styðja kólumbísku skæruliðasamtökin FARC. Uribe sagði þetta við blaðamenn eftir að hann hélt fund með fyrrum þingmanni sem Farc sleppti nýlega úr haldi eftir sex ára gíslingu.
Ríkistjórn Uribe segist hafa fundið skjöl í fartölvu Raul Reyes sem benda til þess að ríkistjórn Chavez hafi greitt Farc 300 milljónir dollara. Reyes var næstæðsti yfirmaður Farc, en hann var drepinn á laugardaginn í árás kólumbíska hersins á liðsmenn Farc við landamæri Kólumbíu og Ekvador.
Uribe segir að skjölin sem fundust bendi til þess að Chavez hafi tengst Farc samtökunum í meira en áratug. Hann segir að skjölin sýni fram á að Farc hafi sent Chavez fé þegar hann sat í fangelsi á árunum 1992-94 eftir misheppnað valdarán.
Yfirvöld í Venesúela segja ríkistjórn Kólumbíu ljúga um tilvist skjalanna.