Clinton hvergi af baki dottin

00:00
00:00

Bar­átt­unni um út­nefn­ingu Demó­krata­flokks­ins fyr­ir kom­andi for­seta­kosn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um er hvergi nærri lokið en Hillary Cl­int­on sýndi mik­inn bar­áttu­vilja þegar hún sigraði í for­kosn­ing­um demó­krata í Texas og Ohio í gær. Þá hef­ur John McCain tryggt sér út­nefn­ingu Re­públi­ka­flokks­ins.

Cl­int­on sýndi hvers hún er megn­ug og þykir ljóst að hún er ekki af baki dott­in í bar­áttu sinni við Barack Obama. Hún sagði á fundi stuðnings­manna sinna í Ohio að hún ætli alla leið í Hvíta húsið. Obama, sem vann góðan sig­ur í Vermont, lét það ekki mikið á sig fá að hann hafi beðið lægri hlut í Texas og Ohio og sagði að hann muni verða for­seta­efni demó­krata.

Demó­krat­ar munu næst kjósa í Wyom­ing og Mississippi. Þann 22. apríl nk. verður kosið í Penn­sylvan­íu og er sá dag­ur sagður geta ráðið úr­slit­um.

„Við erum enn með, við erum að styrkj­ast og við ætl­um alla leið,“ sagði Cl­int­on við stuðnings­menn sína í Ohio. „Við erum rétt að byrja.“

McCain vann stóra sigra í Vermont, Ohio, Texas og Rhode Is­land og varð það til þess að Mike Hucka­bee dró fram­boð sitt til baka. 

Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti mun lýsa yfir stuðningi við McCain í dag. McCain hef­ur held­ur bet­ur náð að snúa stöðunni sér í vil en fyr­ir ári síðan var allt út­lit fyr­ir að hann ætti ekki mögu­leika á að hljóta út­nefn­ingu re­públi­kana.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert