Japanskur maður framdi sjálfsvíg fyrir framan japanska þingið í morgun. Japanska lögreglan sagði manninn hafa verið með bréf sem var ætlað forsætisráðherra Japan, Yasuo Fukuda. Maðurinn kom til þingsins í leigubíl, gekk út og skaut sig með skammbyssu.
Fram kemur á fréttavef BBC að notkun skammbyssa sé mjög sjaldgæf í Japan þar sem erfitt sé að nálgast þær.
Maðurinn er sagður hafa haldið á tveim bréfum. Í öðru þeirra var minnst á Yasukuni helgiskrínið, sem heiðrar hermenn sem létu lífið í stríði, en margir Japanar og nágrannalönd þeirra hafa fordæmt opinberar heimsóknir að Yasukuni þar sem 14 hermenn, er voru dæmdir fyrir stríðsglæpi, eru meðal þeirra sem eru heiðraðir. Í hinu bréfinu hvetur hann fólk og fjölmiðla til þess að stuðla að heimsóknum að Yasukuni.
Maðurinn er talinn hafa verið hægrisinnaður aðgerðasinni, sem er minnihlutahópur í Japan, samkvæmt frétt BBC.