Liðssöfnun í Venesúela beint gegn Bandaríkjamönnum

Gustavo Rangel, varnamálaráðherra Venesúela sagði í dag að liðssöfnun við landamærin að Kólumbíu miðaði að því að sporna við útþenslustefnu Bandaríkjamanna. Rangel sagði á blaðamannafundi í dag að tíu herdeildum hafi verið komið fyrir á landamærunum.

Þá sagði Rangel að liðið sem sent hefði verið að landamærunum væri nær allt komið á sína staði, en að liðssöfnuninni væri ekki beint gegn kólumbísku þjóðinni, heldur útþenslustefnu „heimsveldisins", og átti varnamálaráðherrann þar við Bandaríkin.

Samband Ameríkuríkja kom saman í Washington í gær og fjallaði um  ástandið sem skapast hefur í norðanverðri S-Ameríku eftir að Kólumbíumenn gerðu árásir á landsvæði nágrannaríkisins Ekvador og felldu uppreisnarleiðtogann Raúl Reyes, sem hátt settur var í uppreisnarsveitum FARC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert