Olíusjóður fjárfestir í klámfyrirtæki

Olíusjóður norska ríkisins fjárfesti í fyrra í þýska klámfyrirtækinu Beate Uhse og bandaríska klámfyrirtækinu Playboy fyrir um 1,4 milljónir norska króna eða um 17,5 milljónir íslenskra króna.

Í lok síðasta árs átti olíusjóðurinn hlutabréf í McDonalds sem metin voru á 1,2 milljarða norskra króna eða um 15 milljarða íslenskra króna. Hlutabréf olíusjóðsins í Burger King voru hins vegar metin á 225 milljónir íslenskra króna, að því er greint er frá á vefnum e24.no. Hlutabréfaeign olíusjóðsins í Adidas var tvöfalt meiri en í Nike. Sjóðurinn á einnig hlutabréf í Heineken og Carlsberg, Porsche og Eurodisney auk hlutabréfa í tískufyrirtækjunum Christian Dior, Hugo Boss og Louis Vuitton. Í fyrra keypti olíusjóðurinn hlutabréf fyrir um 7,5 milljónir íslenskra króna í ítalska fótboltaklúbbnum Juventus.

ibs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert