Benedict XVI, páfi, mun standa fyrir ráðstefnu í nóvember þar sem þátttakendurnir eru bæði leiðtogar kaþólsku kirkjunnar og múslima. Ráðstefnan verður haldin í Vatikaninu 4.-6. nóvember, rúmu ári eftir að 138 leiðtogar múslima frá 43 löndum sendu frá sér opið bréf þar sem hvetja til friðar.
Var bréfið sent í kjölfar ummæla páfa í háskólanum í Regensburg í Þýskalandi sem reittu marga múslima til reiði en páfi minnti áheyrendur sína á, að rök hefðu verið færð fyrir því að muninn á afstöðu múslíma og kristinna manna til ofbeldis í nafni trúboðs mætti öðrum þræði rekja til ólíkrar stöðu guðs í trúarbrögðunum.Páfi hefur hins vegar bent á, að ræðan í Þýskalandi hafi verið mistúlkuð.