Alþjóðahvalveiðiráðið fundar

mbl.is/Ómar

Fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins er hafinn, en fundurinn fer fram í London. Fram kemur á BBC að stefnt sé að því að hvalveiðiþjóðir og þær þjóðir sem eru andsnúnar hvalveiðum samþykki málamiðlunartillögu þess efnis að hvalveiðar verði leyfðar undir eftirliti.

Nokkrar þjóðir, sem hafa lýst sig andsnúa hvalveiðum, hafa áhuga á því að kanna þann möguleika hvort þau geti samið við Japani. Aðrar þjóðir vilja hins vegar enga málamiðlun og mótmæla alfarið að hvalir séu veiddir í atvinnuskyni.

Fram kemur á vef BBC að Japanir hafi hótað að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu verði ráðið ekki eflt.

Stjórn ráðsins mun hlýða á mál sérfræðinga sem hafa reynslu af því að stýra erfiðum samningaviðræðum.

Meðal þeirra eru Raul Estrada Oyuela, sem stýrði Kýótó-viðræðunum árið 1997, og Alvaro de Soto, sem stýrði friðarviðræðumí El Salvador árið 1991, en samkomulagið sem náðist batt enda á borgarstyrjöldina sem hafði geisað í landinu. De Soto hefur einnig starfað í Mið-Austurlöndum og á Kýpur.

William Hogarth, formaður Alþjóðahvalveiðiráðsins, vonast til þess að þeir geti miðlað af reynslu sinni og sýnt fram á að andstæðar fylkingar geti unnið saman og náð árangri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert