Átta létust á árás á skóla í Jerúsalem

Frá vettvangi árásarinnar
Frá vettvangi árásarinnar AP

Að minnsta kosti átta manns lét­ust og 35 særðust þegar árás var gerð á yes­hi­va-skóla í vest­ur­hluta Jerúsalem í kvöld, að því er talsmaður ísra­elskr­ar hjálp­ar­stofn­un­ar greindi frá. Ísra­elska sjón­varpið sagði að tveir Palestínu­menn hafi verið felld­ir eft­ir að þeir réðust inn í skól­ann og skutu í all­ar átt­ir og myrtu og særðu nem­end­ur.

Yes­hi­va-skól­ar eru mennta og fræðimanna­stofn­an­ir bók­stafstrúaðra gyðinga þar sem ung­ling­ar og full­orðnir karl­menn leggja stund á Bibl­í­u­nám.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert