Að minnsta kosti átta manns létust og 35 særðust þegar árás var gerð á yeshiva-skóla í vesturhluta Jerúsalem í kvöld, að því er talsmaður ísraelskrar hjálparstofnunar greindi frá. Ísraelska sjónvarpið sagði að tveir Palestínumenn hafi verið felldir eftir að þeir réðust inn í skólann og skutu í allar áttir og myrtu og særðu nemendur.
Yeshiva-skólar eru mennta og fræðimannastofnanir bókstafstrúaðra gyðinga þar sem unglingar og fullorðnir karlmenn leggja stund á Biblíunám.