Aukin áhersla á stuðning óháðra kjörmanna

Hillary Rodham Clinton með stuðningsmönnum sínum í Columbus Ohio á …
Hillary Rodham Clinton með stuðningsmönnum sínum í Columbus Ohio á þriðjudag. AP

Gera má ráð fyrir að barátta Barack Obama og Hillary Clinton, sem berjast um að verða næsta forsetaefni bandarískra demókrata, muni í auknu mæli snúast um stuðning óháðra kjörmanna í kjölfar jafnrar stöðu þeirra eftir prófkjör sem fram fóru fyrr í þessari viku. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.


Mjög mjótt er á mununum á milli þeirra eftir prófkjörin á þriðjudag og skilja nú einungis nokkrir kjörmenn þau að. Því hefur vægi óháðra kjörmanna aukist mjög.

Talið er að Obama muni leggja áherslu á að sjálfstæðum kjörmönnum beri að styðja þann frambjóðanda sem hafi tryggt sér stuðning fleiri almennra kjörmanna en að Clintonmuni færa rök fyrir því að óháði frambjóðendunum beri að styðja þann frambjóðanda sem eigi mesta möguleika á að hljóta kosningu sem forseti Bandaríkjanna.Óháðir kjörmenn eru 796 áhrifamenn innan flokksins, þingmenn, ríkisstjórar og fyrrum forsetar sem ganga óháðir til kosninga um forsetaframbjóðanda á landsþingi flokksins í ágúst.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert