Gera má ráð fyrir að barátta Barack Obama og Hillary Clinton, sem berjast um að verða næsta forsetaefni bandarískra demókrata, muni í auknu mæli snúast um stuðning óháðra kjörmanna í kjölfar jafnrar stöðu þeirra eftir prófkjör sem fram fóru fyrr í þessari viku. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Mjög mjótt er á mununum á milli þeirra eftir prófkjörin á þriðjudag og skilja nú einungis nokkrir kjörmenn þau að. Því hefur vægi óháðra kjörmanna aukist mjög.