Sprengingin sem varð á Times Square í New York í dag virðist ekki hafa verið hryðjuverk, að því er talsmaður Hvíta hússins greindi frá nú síðdegis. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, tekur þátt í rannsókn málsins.
Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, sagði að engan hefði sakað er sprengjan sprakk, en þarna mun hafa verið um að ræða heimagerða sprengju. Torginu var lokað í um þrjá tíma vegna sprengingarinnar.