FBI rannsakar sprengingu í New York

00:00
00:00

Sér­fræðing­ar banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI vinna nú að rann­sókn spreng­ing­ar­inn­ar sem varð við Times Square í New York í morg­un ásamt hryðju­verka­deild lög­regl­unn­ar í New-York­borg (NYPD). Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­reglu urðu minni­hátt­ar skemmd­ir er lít­il sprengja sprakk við skrán­ing­ar­skrif­stofu Banda­ríkja­hers í morg­un. Þetta kem­ur fram á frétta­vef CNN.

„Þeir eru að safna sönn­un­ar­gögn­um, taka viðtöl og hefja rann­sókn,” seg­ir fjöl­miðlafull­trúi FBI. „All­ir þeir sem hafa ein­hverj­ar upp­lýs­ing­ar eru beðnir um að snúa sér til FBI eða NYPD. Hann vildi ekki tjá sig nán­ar um málið en tölu­vert hef­ur verið um mót­mæla­sam­kom­ur and­stæðinga hernaðar Banda­ríkj­anna í Írak og Af­gan­ist­an við um­rædda skrán­ing­ar­stofu.

Lög­regla og slökkvilið stöðvaði um­ferð um nær­liggj­andi göt­ur um tíma í kjöl­far spreng­ing­ar­inn­ar. Þá var um­ferð gang­andi veg­far­anda stöðvuð á milli 43 og 44 Stræt­is og lest­ar­ferðir um Times Square féllu niður um tíma. At­vikið hafði þó ekki áhrif á sam­göng­ur á há­anna­tíma í morg­un.

Skráningarskrifstofa Bandaríkjahers við Times Square í New York.
Skrán­ing­ar­skrif­stofa Banda­ríkja­hers við Times Square í New York. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka