Holland eykur viðvörunarstig

mbl.is

Hollendingar hafa hækkað viðvörunarstig við hryðjuverkum vegna væntanlegrar útgáfu heimildarmyndar um Kóraninn, en hún er gerð af þingmanni hægri-öfgamanna, Geert Wilders.  Dómsmálaráðherra Hollands greindi frá þessu fyrr í dag.

Nokkur múslimaríki hafa gagnrýnt myndina. Afganar mótmæltu myndinni sl. sunnudag og sagði Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, að myndin gæti haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir NATO hermenn í Afganistan.   

Einnig hafa Hollensk stjórnvöld varað Wilders við því að myndin gæti skaðað pólitíska og viðskiptalega hagsmuni Hollands. 

Lýsingar Wilders á myndinni þykja svipaðar og myndin Undirgefni sem Theo Van Gough gerði á fyrri hluta áratugarins.  Þar var fjallað um slæma meðferð á múslimakonum og sýndar voru myndir af hálfnöktum konum þar sem vers úr kóraninum höfðu verið skorin á hold þeirra.  Van Gough var myrtur á götu í Amsterdam árið 2004 af öfgafullum múslima.

Wilders hefur sagt að hann vilji að kóraninn verði bannaður og segir bókina svipaða bók Adolfs Hitler, leiðtoga nasista, Mein Kampf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert