Miklagljúfur skolað

Milljónum lítra af vatni var viljandi hleypt í gegnum Miklagljúfur í gær. Markmiðið er að skola gljúfrið og hleypa hreinu botnlagi Colorado árinnar til lífríkisins, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

Umhverfissinnar vilja meina að ein stór skolun sé ekki nóg til að hressa upp á ána.  Lífríki í sjónum hefur minnkað verulega síðan stíflan var byggð árið 1963 til að framleiða vatnsorku. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert