Umsvifamikill vopnasali handtekinn í Taílandi

Viktor Bout er nú í haldi taílensku lögreglunnar.
Viktor Bout er nú í haldi taílensku lögreglunnar. AP

Rússneskur karlmaður, sem er grunaður um að vera umsvifamesti vopnasali heims, hefur verið handtekinn í Taílandi.

Viktor Bout, sem hefur fengið viðurnefnið „kaupmaður dauðans“, var handtekinn á lúxushóteli í Bangkok, segir á vef breska ríkisútvarpsins. Lögreglan handtók Bout þar sem bandarísk yfirvöld höfðu gefið út handtökutilskipun á hendur honum fyrir að hafa útvegað skæruliðum Farc í Kólumbíu vopn.

Bout er einnig sakaður um að hafa brotið gegn vopnasölubanni Sameinuðu þjóðanna til fjölmargra ríkja frá Mið-Asíu til Afríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert