Verja notkun kókalaufsins

Íbúar í Andesfjöllunum hafa notað kóka laufið öldum saman.
Íbúar í Andesfjöllunum hafa notað kóka laufið öldum saman. Reuters

Yf­ir­völd í Bóli­víu og Perú verja notk­un kóka­laufa eft­ir að lönd­in voru gagn­rýnd í skýrslu á veg­um Alþjóðafíkni­efnaráðsins.  Ráðamenn í Perú segja að í skýrsl­unni sé ein­blínt á rækt­un kóka­laufs­ins fyr­ir fram­leiðslu kókaíns, en ekki sé litið til þess að kóka­lauf hafa verið notuð af inn­fædd­um öld­um sam­an í lækn­inga­skyni og fyr­ir trú­ar­at­hafn­ir. 

Fram kem­ur á frétta­vef BBC að ut­an­rík­is­ráðherra Perú, Jose Belaunde, seg­ir að jafn­vægi þurfi að vera á milli þess að leyfa rækt­un kóka­laufs­ins til hefðbund­inn­ar notk­un­ar, og þess að koma í veg fyr­ir að það sé notað til fram­leiðslu kókaíns.  Í aug­um inn­fæddra sé kóka­laufið heil­agt lauf sem er hluti af menn­ing­ar­legu kenni­marki þeirra. 

Þá seg­ir þing­kon­an Maria Sumire að Sþ beri ekki virðingu fyr­ir því að íbú­ar í And­es­fjöll­un­um hafi notað lauf­in öld­um sam­an til þess að minnka hung­ur eða þreytu, í lækn­inga eða trú­ar­leg­um til­gangi en lauf­in eru ým­ist tugg­in eða búið til te úr þeim. 

Í ár­legri skýrslu Alþjóðafíkni­efnaráðsins seg­ir að Perú og Bóli­vía eigi að banna fram­leiðslu kóka­tess­ins og að kóka­laufið sé tuggið.  Í skýrsl­unni eru lönd­in tvö minnt á það að notk­un kóka­laufs­ins eigi að tak­mark­ast við vís­inda­lega og lækn­is­fræðilega notk­un.   Perú og Bóli­vía fram­leiða mest af kókaíni í heim­in­um á eft­ir Kól­umb­íu.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka