Madelaine Albright, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt birtingu danskra fjölmiðla á skopteikningum tólf danskra teiknara af Múhameð spámanni. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
„Ég trúi að sjálfsögðu á tjáningarfrelsið en ég tel einnig að frelsinu fylgi ábyrgð. Ég á erfitt með að skilja hvað teiknararnir fengu út úr þessu” segir Albright sem stödd er í Danmörku. „Ég trúi á frelsi fjölmiðla og ég tel mikilvægt að fólk nýti sér tjáningarfrelsi sitt á ábyrgan hátt og helst án þess að móðga aðra (...) Í Bandaríkjunum segjum við: Þú hefur rétt til að já þig en ekki til að hrópa „Eldur” í fullum leikhússal.
Teiknararnir tólf teiknuðu myndirnar árið 2006 að beiðni réttastjóra Jyllands-Posten sem vildi láta reyna á tjáningarfrelsi fjölmiðla. Ein myndanna var endurbirt fyrir skömmu í kjölfar þess að upp komst um áform nokkurra múslíma um að ráða teiknarann af dögum.