Foreldrar Madeleine vilja afsökunarbeiðni

Gerry og Kate McCann.
Gerry og Kate McCann. AP

Lögfræðingar Kate og Gerry McCann, foreldra Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal í maí á síðasta ári, íhuga nú að fara i skaðabótamál gegn þeim fjölmiðlum sem þau telja að hafi fjallað um málið með villandi og ósanngjörnum hætti. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Fyrst og fremst mun vera um að ræða fjölmiðlana The Daily Express, The Sunday Express, The Daily Star og The Daily Star Sundayen þau tilheyra öll samsteypunni The Express Group.

Clarence Mitchell, talsmaður hjónanna, segir lögfræðinga þeirra vera að fara yfir alla umfjöllun fjölmiðla um málið en að þau séu sérlega ósátt við umfjöllun umræddra fjölmiðla. „Við höfum alltaf sagt að þetta séu verstu slúðurblöðin,” segir hann. Þá segir hann ekkert hæft í staðhæfingum um að The Express Group hafi þegar boðið hjónunum sáttagreiðslu gegn því að þau falli frá fyrirhugaðri ákæru.

Mitchell vísar því einnig á bug að helsta ástæða þess að hjónin séu að íhuga málsókn sé sú að mjög sé farið að ganga á fjáramuni Find Madeleine sjóðsins. „Það er satt að um helmingi fjármuna sjóðsins hefur þegar verið eytt en þetta snýst fyrst og fremst um afsökunarbeiðni,” segir hann en staðfestir þó að verði hjónunum greiddar skaðabætur muni þær renna beint í sjóðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert