Ísraelsk yfirvöld harðlega gagnrýnd

Bókstafstrúargyðingar við tilræðisstaðinn í Jerúsalem í gærkvöldi.
Bókstafstrúargyðingar við tilræðisstaðinn í Jerúsalem í gærkvöldi. AP

Þúsund­ir hafa safn­ast sam­an við Mercaz Harav yes­hi­va-skól­ann í Jerúsalem í morg­un þar sem átta nem­end­ur voru skotn­ir til bana í gær. Minnig­ar­at­höfn stend­ur nú yfir en menn­irn­ir verða born­ir til graf­ar í Jerúsalem í dag. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Ha’a­retz.

Rabbín­inn Ya'a­kov Shapira gagn­rýndi ísra­elsk stjórn­völd harðlega fyr­ir það við at­höfn­ina og sagði þau allt of til­bú­in til að gefa Palestínu­mönn­um eft­ir landsvæði. Skól­inn, sem er mennta­stofn­un fyr­ir ung­linga og full­orðna karl­menn, teng­ist upp­bygg­ingu land­nem­a­byggða gyðinga á Vest­ur­bakk­an­um og er talið hugs­an­legt að það hafi verið ástæða árás­ar­inn­ar.  

„Það er kom­inn tími til að við ger­um okk­ur öll grein fyr­ir því að á sama tíma og ytri bar­átta er háð þá á sér einnig stað innri bar­átta,” sagði hann. „Það vita all­ir að kom­inn er tími til að við sáum góða leiðtoga, sterka leiðtoga, leiðtoga sem hafa heit­ari trú­arsann­fær­ingu,” sagði hann.

Mik­ill ör­yggis­viðbúnaður er í Ísra­el í kjöl­far árás­ar­inn­ar en talið er hugs­an­legt að til uppþota komi að út­för­un­um lokn­um. Þá er talið hugs­an­legt að mús­lím­ar efni til mót­mælaaðgerða að lokn­um föstu­dags­bæn­um í dag.

Menn­irn­ir sem létu lífið í árás­inni voru all­ir á aldr­in­um 16 til 26 ára.

Frá tilræðisstaðnum í gær
Frá til­ræðisstaðnum í gær AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert