Mikil spenna í Jerúsalem

Mikill öryggisviðbúnaður er í Ísrael í kjölfar skotárásar á yeshiva-skóla í borginni í gærkvöldi. Átta ungir menn létu lífið i árásinni og níu slösuðust þar af tveir lífshættulega. Aðgangur Palestínumanna að helgistöðum múslíma í borginni hefur verið takmarkaður vegna mikillar spennu í kjölfar árásarinnar. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.

Mennirnir, sem létu lífið í árásinni, voru á aldrinum 16 til 26 ára. Þeir voru bornir til grafar í dag eftir að þúsundir manna höfðu tekið þátt í  minningarathöfn um þá við Mercaz Harav skólann.

Einungis palestínskum konum og körlum, sem skráðir eru í Austur-Jerúsalem og yfir 45 ára aldri, var heimilaður aðgangur að helgistöðum múslíma í borginni í dag.

Árásin í gær er mannskæðasta árás Palestínumanns gegn Ísraelum í Jerúsalem frá því í febrúar árið 2004 er átta manns létu lífið í sprengjutilræði.

Þúsundir komu saman í Jerusalem í dag til að fylgja …
Þúsundir komu saman í Jerusalem í dag til að fylgja fórmarlömbum árásarinnar í gær til grafar. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert