Útilokar ekki framboð með Obama

Obama og Clinton í sjónvaprssal í gær
Obama og Clinton í sjónvaprssal í gær AP

Hillary Clinton ítrekaði í dag að til greina kæmi að hún og Barak Obama yrðu saman í framboði í komandi forsetakosningum, sem forseta- og varaforsetaefni. Er þetta í annað sinn á skömmum tíma sem Clinton ljáir máls á þessu.

Ýmsir hafa haft af því áhyggjur að harkaleg barátta Clintons og Obamas í forkosningunum kunni að skaða Demókrataflokkinn.

Á morgun verða forkosningar í Wyoming og leggja þau bæði mikla áherslu á þær, þótt ríkið sé fámennt. Clinton reynir hvað hún getur að tryggja sér fleiri fulltrúa á landsþingi flokksins sem kýs formlega forsetaframbjóðandann, en Obama hefur nú tryggan stuðning 1.569 fulltrúa, en Clinton 1.462. Til að eiga útnefningu vísa þarf stuðning 2.025 fulltrúa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka