Adel Abdul-Mahdi, varaforseti sjíta í Írak, var á meðal þeirra sem létu lífið í mikilli sprengingu í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, í gær en tala látinna í tilræðinu er nú komin upp í 69. Þá eru 120 slasaðir etir sprenginguna. Fim öryggisverðir létu einnig lífið í sprengjutilræði í borginni Mosul í morgun. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
Samkvæmt upplýsingum íraskra yfirvalda beindist tilræðið ekki sérstaklega gegn Abdul-Mahdi heldur var hann af tilviljun staddur þar sem tilræðið var framið. Tvær sprengjur sprungu í borginni í gærkvöldi en tilræðin fylgdu í kjölfar nokkurra mánaða tímabils þar sem mjög hafði dregið úr tilræðum og sprengjuárásum í Bagdad.
Sprengjurnar sprungu í Karrada hverfinu á háannatíma fyrir helgina sem hefst á föstudögum í löndum múslíma. Fyrst sprakk önnur sprengjan og er fólk hafði hópast að til að aðstoða særða sprengdi tilræðismaður sig í loft upp mitt í mannfjöldanum.