„Engin þíða“ með tilkomu Medvedevs

Dmitry Medvedev.
Dmitry Medvedev. Reuters

Vladimír Pútín, fráfarandi Rússlandsforseti, sagði í dag að engin þíða verði í samskiptum Vesturlanda við Rússland þótt Dmitry Medvedev taki við forsetaembættinu af sér. Lét hann þessi orð falla eftir fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Moskvu.

Medvedev fékk yfir 70% atkvæða í forsetakosningunum í Rússlandi fyrr í mánuðinum og tekur við af Pútín í maí. Pútín verður forsætisráðherra, og hefur Medvedev lýst því yfir að hann ætli að halda sömu stefnu og Pútín hafi markað, og vonaðist til náins samstarfs við Pútín sem forsætisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert