Líðan Thatcher sögð þokkaleg

Margaret Thatcher.
Margaret Thatcher. Reuters

Lækn­ar á St. Thom­as sjúkra­hús­inu í Lund­ún­um segja, að líðan Marga­ret Thatcher, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra, sé stöðug en hún var flutt á sjúkra­húsið í gær til rann­sókna. Thatcher, sem er 82 ára, fann fyr­ir van­líðan í gær en árið 2002 fékk hún væga heila­blæðingu og ráðlögðu lækn­ar henni í kjöl­farið að hætta að halda ræður op­in­ber­lega.

Heila­blæðing­arn­ar höfðu áhrif á skamm­tíma­minni Thatchers en hún  hef­ur komið fram op­in­ber­lega við ýmis tæki­færi og opnaði m.a. ný­lega nýtt hjúkr­un­ar­heim­ili í Chel­sea. 

Thatcher var for­sæt­is­ráðherra Bret­lands í 11 ár en sagði af sér árið 1990. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert