Líðan Thatcher sögð þokkaleg

Margaret Thatcher.
Margaret Thatcher. Reuters

Læknar á St. Thomas sjúkrahúsinu í Lundúnum segja, að líðan Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra, sé stöðug en hún var flutt á sjúkrahúsið í gær til rannsókna. Thatcher, sem er 82 ára, fann fyrir vanlíðan í gær en árið 2002 fékk hún væga heilablæðingu og ráðlögðu læknar henni í kjölfarið að hætta að halda ræður opinberlega.

Heilablæðingarnar höfðu áhrif á skammtímaminni Thatchers en hún  hefur komið fram opinberlega við ýmis tækifæri og opnaði m.a. nýlega nýtt hjúkrunarheimili í Chelsea. 

Thatcher var forsætisráðherra Bretlands í 11 ár en sagði af sér árið 1990. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert