Obama sigraði í Wyoming

Barack Obama kemur á fund í Laramie í Wyoming í …
Barack Obama kemur á fund í Laramie í Wyoming í gærvöldi. Reuters

Barack Obama sigraði Hillary Clinton í Wyoming í nótt í forkosningum Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Obama fékk um 61% greiddra atkvæða en Hillary Clinton 38% skv. frétt CNN.

Öldungardeildarþingmaðurinn Obama laut í lægra haldi fyrir Clinton í tveimur stórum ríkjum, Ohio og Texas, í síðustu viku.

Aðeins verða 12 fulltrúar frá Wyoming á flokksþinginu í haust, þar sem kosið verður um hvort þeirra Obama eða Clinton, sem einnig situr í öldungadeild Bandaríkjaþings, verður forsetaframbjóðandi flokksins. Alla jafna er því ekki eftir miklu að slægjast í ríkinu en keppnin er svo jöfn að þessu sinni að hver fulltrúi á þinginu í haust - hvert atkvæði - gæti skipt máli.

Enn er barist um rúmlega 600 kjörmenn en að mati CNN er munurinn á Obama og Clinton nú innan við 100 kjörmenn. CNN telur að Obama hafi tryggt sér atkvæði 1.527 kjörmanna á flokksþinginu í haust en Clinton 1.428.

Barak Obama ávarpar stuðningsmenn sína í Laramie í Wyoming í …
Barak Obama ávarpar stuðningsmenn sína í Laramie í Wyoming í gær. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert