Dregur úr flugskeytaárásum

Ísraelskur hermaður á landamærum Ísraels og Gasasvæðisins.
Ísraelskur hermaður á landamærum Ísraels og Gasasvæðisins. AP

Mjög hef­ur dregið úr flug­skeyta­árás­um her­skárra Palestínu­manna á Gasa­svæðinu yfir landa­mær­in til  Ísra­els. Frá því á fimmtu­dag hef­ur ein­ung­is einu til tveim­ur flug­skeyt­um verið skotið yfir landa­mær­in dag­lega en í lok fe­brú­ar var um 50 flug­skeyt­um skotið á Ísra­el á hverj­um degi. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Ha’a­retz. 

Þessa þróun má rekja til fyr­ir­mæla for­svars­manna Ham­as-sam­tak­anna á Gasa­svæðinu. Ísra­elsk­ir frétta­skýrend­ur velta því fyr­ir sér hvort yf­ir­völd í Ísra­el hafi náð ein­hvers kon­ar leyni­legu sam­komu­lagi við Ham­as-sam­tök­in sem ráða Gasa­svæðinu en telja það ólík­legt.

Lík­legra þykir að um ein­hliða ákvörðum Ham­as sam­tak­anna sé að ræða sem m.a. megi rekja til þrýst­ings frá Egyptalandi.  Þá segja þeir að erfitt sé fyr­ir Ísra­ela að halda áfram hernaðaraðgerðum á Gasa­svæðinu þegar flug­skeyta­árás­un­um hef­ur verið hætt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert