Eitrað bréf var sent saksóknara sem fylgir eftir málum er varða spillingu hjá hátt settum leiðtogum ríkisstjórnarinnar og stjórnmálamönnum í Jóhannesborg í Suður-Afríku. Greint er frá þessu á fréttavef CNN.
Fimm starfsmenn urðu veikir eftir að hafa meðhöndlað bréfið sem var stílað á yfirmann þeirra, Mokothedi Mpshe. Þetta var haft eftir talsmanni. Mpshe snerti aldrei bréfið sjálfur.
Rannsókn er hafin en ekkert hefur verið gefið upp um innihald bréfsins né hvaðan það kom. Ekki er ljóst sem stendur hvers konar eitur er um að ræða, efnið er enn í rannsókn. Öll byggingin var rýmd og skrifstofa Mpshe verið sett í sóttkví.