Íbúar á Írlandi og hluta Bretlands búa sig nú undir mikið óveður utan af Atlantshafi. Samkvæmt neyðarþjónustu hafa tré þegar rifnað upp með rótum og rafmagnslínur hafa slitnað í Suðvestur-Englandi þar sem vindhviður hafa farið upp í 36 metra á sekúndu.
Samkvæmt fréttavef BBC hefur verið varað við flóðum í Devon og Cornwall. Í St Brides í Newport voru 170 manns sem dvöldu á hjólhýsastæði flutt í neyðarskýli í nótt. Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli í grennd við strendur og hlusta eftir flóðaviðvörunum.
Í Skotlandi er búist við óveðri og mikilli snjókomu.