Réttað yfir meintum barnaníðingi í Taílandi

Réttarhöld hófust yfir  Kanadamanninum Christopher Neil, sem er grunaður um barnaníð, í Taílandi í dag. Neil, sem er 32 ára kennari, var handtekinn í Taílandi í október á síðasta ári eftir að alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur honum.  Hann er grunaður um að hafa misnotað 200 drengi í nokkrum löndum og birt myndir af misnotkuninni á netinu.

Interpol hafði kallað eftir aðstoð almennings við að finna manninn eftir að tölvusérfræðingar náðu að afrugla mynd af Neil sem hann hafði birt á netinu.

Neil lýsti yfir sakleysi sínu er hann kom fyrir dómara í Bankok í dag en hann er ákærður fyrir að hafa áreitt og dreift klámmyndum af tveimur taílenskum drengjum. Ef hann verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisvist. 

Neil sagði við fréttamenn áður enn hann gekk inn í salinn að hann vonaðist til þess að réttlætið myndi sigra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert