Sarkozy spáð tapi

Roland Ries, frambjóðandi Sósíalista í Strasbourg.
Roland Ries, frambjóðandi Sósíalista í Strasbourg. Reuters

Flokkur franskra íhaldsmanna, UMP, flokkur Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands er spáð tapi í sveitarstjórnarkosningum í helstu borgum Frakklands. Þegar búið er að telja 65,7% af kjörseðlum í fyrstu umferð kosninganna er UMP með 45,5% en Sósíalistaflokkurinn er með 47%.

Samkvæmt fréttavef BBC er litið á þessar kosningar sem mælistiku á velgengni forsetans í starfi nú einu ári eftir að hann komst til valda.
Leiðtogi Sósíalista, Francois Hollande sagði að kjósendur væru að vara Sarkkozy og ríkistjórnina við því að þeim líkaði ekki við stefnu ríkisstjórnarinnar.

Reiknað er með að Sósíalistar nái að halda völdum í París og Lyon en útgönguspár benda til þess að þeir gætu einnig náð Marseille, Strasbourg og Toulouse frá Íhaldsmönnum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert