Breskur lögreglustjóri fannst látinn

Michael Todd, lögreglustjóri í Manchester á Englandi, fannst látinn í dag í Llanberis í Norður-Wales. Hans hafði verið saknað frá því í gær. Bíll Todds fannst við rætur fjallsins Bwlch Glas og lík hans fannst á fjallinu.

Að sögn Sky sjónvarpsstöðvarinnar er ekki vitað um dánarorsök.

Todd, sem var fimmtugur, kom oft fram í breskum fjölmiðlum. Margir töldu líklegt að hann yrði skipaður yfirmaður Lundúnalögreglunnar áður en langt um liði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert