Eftirlíkingum stolið í Danmörku

Allt bendir til þess að tvö málverk sem stolið var úr Voergaard-höll á Norður-Jótlandi í Danmörku á laugardag hafi verið eftirlíkingar af verðmætum verkum eftir Rubens og Goya. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.  

„Við höfum engar upplýsingar um að upprunaleg verk eftir Francisco Goya og Peter Paul Rubens hafi verið í Voergaard á Norður-Jótlandi. Hefði svo verið hefðu upplýsingar um það legið fyrir hjá alþjóðlegum aðilum og við í safnageiranum haft aðgang að þeim upplýsingum,” segir listfræðingurinn Kasper Nielsen í samtali við fréttastofu sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 Nord.

Málverkin sem um ræðir hafa hangið í höllinni frá árinu 1955 og væru þau ekta væri verðmæti þeirra um 50 milljónir danskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka