Fórnarlömbum helfarar greiddar bætur í Belgíu

Ljósmynd af Auschwitz útrýmingarbúðunum á minningarsafni um helförina í Washington …
Ljósmynd af Auschwitz útrýmingarbúðunum á minningarsafni um helförina í Washington í Bandaríkjunum. Reuters

Belgíska ríkistjórnin og bankar hafa samþykkt að borga 110 milljónir evra, jafnvirði 11,5 milljarðs króna, til fórnarlamba helfararinnar í Belgíu. 

Fjölskyldum fórnarlamba, og samfélagi Gyðinga, verða greiddar bætur vegna tjóns sem þau urðu fyrir í síðari  heimstyrjöldinni, en margir urðu fyrir eignatjóni vegna hersetu nasista sem rændu eignum Gyðinga.

Í heild munu 35,2 milljónir evra verða greiddar kröfuhöfum og eftirstöðvar munu vera settar í sjóð til þess að hjálpa bágstöddum og til þess að ganga úr skugga um að hryllingi helfararinnar verði aldrei gleymt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert