Hálshöggvinn fyrir morð

Maður frá Sádi-Arabíu var hálshöggvinn í dag eftir að hafa verið fundinn sekur um að myrða meðlim eigin ættflokks, að sögn innanríkisráðuneytisins.

Alls gafa 33 aftökur átt sér stað á þessu ári í Sádi Arabíu. Á síðasta ári voru 153 einstaklingar teknir af lífi og aldrei hefur talan verið jafnhá. Nauðganir, morð, vopnuð rán og sala á eiturlyfjum varða dauðarefsingu sem venjulega er fullnægt á almannafæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert