Haft er eftir ráðgjöfum Eliot Spitzer, ríkisstjóra New York, að hann muni segja af sér í dag, að því er kemur fram í New York Times. Þrýst hefur verið á Spitzer um að segja af sér vegna fundar sem hann átti við vændiskonu á hóteli í Washington, þar sem samtöl þeirra voru hleruð.
Repúblikanar á ríkisþingi New York gáfu Spitzer úrlitakosti í gær um að segja af sér innan 48 klukkustunda, annars yrði lögð fram kæra á hendur honum til embættismissis.
Spitzer mun segja af sér frá og með næstkomandi mánudegi, samkvæmt heimildum frá embættismanni New York ríkis.
Samkvæmt upplýsingum New York Times er ekki vitað um nákvæma tímasetningu en gefið er í skyn að Spitzer undirbúi tilkynningu um afsögn í dag.