Eliot Spitzer sagði af sér

00:00
00:00

Eliot Spitzer, rík­is­stjóri í New York, sagði af sér embætti í dag og mun hann hætta störf­um sem rík­is­stjóri á mánu­dag­inn.  Vara­rík­is­stjóri, Dav­id Pater­son, tek­ur við af Spitzer. 

„Í mínu op­in­bera starfi hef ég lagt áherslu á að fólk, sama í hvaða stöðu það er, taki ábyrgð á gjörðum sín­um, sama gild­ir um sjálf­an mig og því segi ég af mér embætti rík­is­stjóra," sagði Spitzer á blaðamanna­fundi í New York.
 

Mjög hafði verið þrýst á Spitzer að segja af sér  eft­ir að tengsl hans við vænd­is­hring komust upp.  Spitzer er sagður hafa átt fund með vænd­is­konu á hót­eli í Washingt­on en al­rík­is­lög­regl­an hleraði sam­töl hans og vænd­is­kon­unn­ar á fundi þeirra. 

New York Times greindi frá tengsl­um Spitzer við vændi á mánu­dag­inn og eft­ir það kom hann fram op­in­ber­lega og baðst af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.  Í gær gáfu re­públi­kan­ar á rík­isþing­inu Spitzer 48 klukku­stunda frest til þess að segja af sér, ann­ars yrði lögð fram ákæra á þing­inu gegn hon­um til emb­ætt­ismissis.

Spitzer var kjör­inn rík­is­stjóri í New York í janú­ar í fyrra, en í fram­boði sínu til rík­is­stjóra lagði hann mikla áherslu á siðferðis­um­bæt­ur í stjórn­kerf­inu.  Um tíma gekk Spitzer und­ir nafn­inu „Wall Street lögg­an" en hann lagði  mikið up­p­úr að rann­saka og upp­ræta fjár­mála­m­is­ferli, skipu­lagða glæpi og vændi. 

Eliot Spitzer og kona hans.
Eliot Spitzer og kona hans. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert