Væntanlegt ávarp Angelu Merkel Þýskalandskanslara á ísraelska þinginu hefur vakið hörð viðbrögð, og hótar einn þingmaður að ganga yfirgefa þingsalinn ef af því verði. Til að gera illt verra verði Merkel heimilað að flytja ávarpið á þýsku.
„Þýska var síðasta tungumálið sem afi minn og amma heyrðu áður en þau voru myrt. Aftökuskipunin var gefin á þýsku ... ég mun standa upp og fara,“ sagði þingmaðurinn, Arye Eldad.
Eldad situr á þinginu fyrir Þjóðarflokkinn. Hann sagðist ekki vera að reyna að fá fleiri þingmenn til að sniðganga ávarp Merkels, og kvaðst ekki vita hvað aðrir hygðust fyrir.
Samkvæmt ísraelskum lögum mega einungis erlendir þjóðhöfðingjar ávarpa þingið, og hefur þingnefnd veitt Merkel heimild til þess. Að beiðni hennar fær hún að flytja ávarpið á móðurmálinu.
Johannes Rau, þáverandi forseti Þýskalands, varð fyrsti, þýski fyrirmaðurinn sem ávarpaði ísraelska þingið á þýsku fyrir átta árum. Þá baðst hann „fyrirgefningar á því sem Þjóðverjar hafa gert.“